Á HVAÐ ER ANDRI FREYR AÐ HLUSTA?

0

andri-man

Fjölmiðlamaðurinn og útvarpsstjarnan Andri Freyr Viðarsson er margt til lista lagt en hann heillaði þjóðina með sínum einstaka sjarma í útvarpsþættinum „Virkir Morgnar“ á Rás 2. Fyrir ekki svo löngu sagði kappinn nánast skilið við útvarpsmennskuna en þó ekki alveg því hann stýrir nýjum viðtalsþáttum á Rás 2 sem heita „Talandi Um Það.“

Andri Freyr er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum en í dag er hann yfirmaður innlendrar dagskrárdeildar hjá framleiðslufyrirtækinu Republik Film Productions . Andri Freyr sér um að framleiða og stýra tökum (leikstýra) þáttum og heimildarmyndum o.fl. Á teikniborðinu eru mörg forvitnileg og skemmtileg verkefni sem gaman verður að fylgjast með!

Andri Freyr er mikill tónlistarspekúlant en hann sagði Albumm.is á hvaða tíu lög hann er að hlusta um þessar mundir.

Hægt er að hlýða á útvarpsþættina „Talandi Um Það“ hér.

http://republik.is/

Skrifaðu ummæli