HVAÐ ÆTLAR ÞÓRUNN ANTONÍA AÐ SJÁ Á SECRET SOLSTICE

0

Þórunn segir að tónlistarhátíðin Secret Solstice sé alveg á heims mælikvarða!

Þórunn Antonía hefur átt glæstan feril sem tónlistarkona bæði hér á klakanum og úti í hinum stóra heimi! Þórunn hefur svo sannarlega gott eyra fyrir góðri tónlist og vildum við hjá Albumm.is forvitnast hvað hún er spenntust fyrir að sjá á tónlistarhátíðinni secret Solstice en hún er einmitt kynningarstjóri hátíðarinnar!

„Ég er náttúrulega mjög spennt að sjá Chaka Khan drottningu Funksins, hver er það ekki? Þessi kona á svo langan og glæsilegan feril að baki og hefur unnið með flottustu tónlistarmönnum heims eins og Stevie Wonder, Prince en einnig var hún partur af The black Panther movement.“

Einnig verða á hátíðinni rapp risar á borð við Big Sean og Rick Ross sem hún segir að henni þætti áhugavert að sjá. Lane 8, Unknown Mortal Orchestra, Young MA er einnig ofarlega á lista, svo auðvitað Íslenskar Dívur eins og Védísi Hervör, Röggu Gröndal og Hildi.

„Svo er alltaf gaman að sjá Mc Gauta hann skilar alltaf alvöru shówi! Einnig er ég sjúklega spennt fyrir Daða Frey og GKR. Þetta verður veisla!“

Þórunn ólst upp nánast á tónleikaferðalagi þar sem hún var í hljómsveitunum Fields, The Honeymoon og Junior Senior. Frá 18 – 26 ára var hún nánast stanslaust á tónleikaferðalagi og spilaði á flottustu tónlistarhátíðum heims eins og Glastonbury, Reading og Leeds, Bestival, Fuji Rock Festival í Japan, Latitude og mörgum fleiri. Þórunn segir að tónlistarhátíðin Secret Solstice sé alveg á heims mælikvarða!

„Ég er mjög spennt að sjá The Foo Fighters. Lagasmíðarnar þeirra eru klassískar, þú gætir tekið Foo Fighters lag og gert það í hvaða tónlistarstefnu sem er í raun, því þetta eru svo einföld og grípandi lög. Ekki misskilja mig, einfalt er gott! Ég segi eins og Johny Cash „I dont like chords with numbers on them,” held að Foo Fighters séu sammála mér þar.“

Þórunn mælir sterklega með að fólk byrji á að skoða dagskrána snemma og kynni sér þá listamenn sem það þekkir ekki, því það er svo gaman að uppgötva nýja tónlist og fólk nýtur alltaf betur hátíðina ef það þekkir fleiri tónlistamenn á dagskránni.

Secret Solstice fer fram 15. – 18. Júní næstkomandi og hægt er að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli