HVAÐ ÆTLAR ÓMAR ÚLFUR AÐ SJÁ Á SECRET SOLSTICE?

0

Ómar Úlfur.

Um árabil hefur útvarpsmaðurinn góðkunni Ómar Úlfur þanið raddböndin eins og herforingi á útvarpsstöðinni X-inu 977 við afar góðar undirtektir! Ómar er mikill rokkhundur og tónlistarspekúlant en tónlistin á stórt pláss í hjarta hans.

Tónlistarhátíðin Secret Solstice er á næsta leiti og er dagskráin í ár einkar glæsileg! Mörg þúsund manns leggur leið sína í laugardalinn um miðjan Júnímánuð til að skemmta sér, hlusta á tónlist og njóta lífsins. Ómar Úlfur er einn þeirra sem ætlar að skella sér á hátíðina en hann sagði Albumm.is fyrir hverju hann er spenntastur í ár!

„Þetta er svo geggjuð hátíð og ég ætla að upplifa hana á ýmsa vegu. Sonur minn sem er 6 ára, er brjálaður músikfan og ætla ég einnig að sjá helling með honum.“ – Ómar

Hér fyrir neðan má hlusta og horfa á listann góða!

Hr. Hnetusmjör

Emmsjé Gauti

SxSxSx

Úlfur Úlfur

Rottweiler

Paunkhólm

Foo Fighters

The Prodigy

Richard Ashcroft

Hórmónar

Hægt er að nálgast miða á Secret Solstice á Tix.is

http://secretsolstice.is

Skrifaðu ummæli