HVAÐ ÆTLAR ALBUMM.IS AÐ SJÁ Á SECRET SOLSTICE

0

Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst í dag en dagskrá hátíðarinnar í ár er vægast sagt glæsileg! Foo Fighters, The Prodigy og Chaka Khan er brot af því sem kemur fram um helgina en hátíðin er stútfull af gargandi snilld!

Albumm.is tók saman hvað okkur langar að sjá á hátíðinni í ár en tekið skal fram að þetta er aðeins brot af því sem við munum berja augum! Eins og fyrr hefur komið fram er dagsrkráin í ár einkar glæsileg og gaman era ð rölta á milli staða og uppgvotva eitthvað nýtt og spennandi!


The Prodigy

The Prodigy.

Íslandsvinirnir í The Prodigy eru þekktir fyrir að gera allt brjálað hvar sem þeir koma fram en flottari tónleikasveit er erfitt að finna! The Prodigy kemur fram í Valhöll á laugardagskvöldið kl 22:00

Big Sean

Big Sean.

Rapparinn Big Sean er eldheitur um þessar mundir en hann hefur gert það gríðarlega gott með lögum eins og „Bounce Back” og „Sacrifices.” Big Sean kemur fram í Valhöll á sunnudaginn kl 21:10.

Birnir

Birnir

Rapparinn Birnir er á blússandi siglingu en lagið hans, „Ekki Switcha” er gríðarlega vinsælt um þessar mundir! Birnir kemur fram í Fenrir á föstudaginn kl 21:10.

Kiasmos

Kiasmos

Hljómsveitin Kiasmos er skipuð þeim Ólafi Arnalds og Janus Rasmussen en þeir eru sko engir nýgræðingar þegar kemur að tónlist! Kiasmos spilar ljúft melódískt tech house. Hljómsveitin kemur fram í Hel á laugardaginn kl 00:45.

Roots Manuva

Roots Manuva

Tónlistarmaðurinn Roots Manuva er gamall í hettunni ef svo má að orði koma en hann koma fyrst fram á sjónarsviðið árið 1994. Kappinn þykir einkar góður á sviði og má búast við snilldar tónleikum. Roots Manuva kemur fram í Gilmi á Föstudaginn kl 21:20.

Sturla Atlas

Sturla Atlas.

Sturla Atlas er ein vinsælasta hljómsveit Íslands um þessar mundir en það er varla hægt að opna augun án þess að berja þessa töffara augum! Kapparnir eiga fjölmörg lög sem ómað hafa í eyrum landsmanna að undanförnu og má búast við trylltum tónleikum! Sturla Atlas kemur fram í Gimli á Laugardaginn kl 18:45.

Þórunn Antonía

Þórunn Antonía

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er ein ástsælasta tónlistarkona landsins en hvar sem hún kemur fram má lofa góðu fjöri! Von er á nýju efni frá Þórunni og það er aldrei að vita nema að tónleikagestir fái að heyra forsmekkinn af því! Þórunn Antonía kemur fram í Valhöll í dag fimmtudag kl 18:15.

Anderson Paak

Anderson Paak

Anderson Paak er einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir en lagið hans „Come Down” er gríðarlega vinsælt enda frábært lag! Anderson Paak kemur fram ásamt hljómsveitinni sinni The Free Nationals og má búast við geggjuðum tónleikum! Tónleikarnir fara fram í Valhöll á sunnudaginn kl 19:50.

Hægt er að nálgast miða á hátíðina á Tix.is

http://secretsolstice.is

Skrifaðu ummæli