HVAÐ ÆTLAR ÁGÚST BENT AÐ SJÁ Á SECRET SOLSTICE?

0

Eins og alþjóð veit er tónlistarhátíðin Secret Solstice á næsta leiti og er dagskráin í ár virkilega þétt! Rapphundurinn kemur fram á hátíðinni ásamt félögum sínum í hljómsveitinni XXX Rottweiler en hann er einnig afar spenntur að berja nokkur vel valin atriði augum.

„Það er náttúrulega fáránlegt line-up á Solstice í ár. En ég myndi örugglega skemmta mér konunglega þó það væri engin músík, það er bara svo solid djamm þarna. En það eru samt nokkur bönd sem ég ætla ekki að missa af.“ – Ágúst Bent

„Big Sean: Fáránlega þéttur rappari og algjört vanmat. Helling í hann spunnið og ég býst við miklu. Young MA: Ógeðslega gangsta ass pía, kann að spitta og það verður áhugavert að telja hversu oft hún tekur Ooouuu. Hr. Hnetusmjör: Djöfull er smjörið létt og gott. Hann er líka svo orkumikill og bestur. Hórmónar. Mest töff og mest sexí hljómsveit á Íslandi. Djöfull er ég spenntur fyrir þessu, fírið upp í veðurvélinni! – Ágúst Bent

Hægt er að nálgast miða á Secret Solstice á Tix.is

http://secretsolstice.is

Skrifaðu ummæli