HÚSGOÐIÐ TERRENCE PARKER KVEIKIR Í PALOMA Í KVÖLD

0

Það verður sannkallað stuð á skemmtistaðnum Paloma í kvöld en þar kemur fram sérstakur sendiherra Detroit hústónlistarinnar Terrence Parker (Planet E, Parker Music Works, Intangible Records)

Terrence þessi Parker, sem yfirleitt er kallaður TP í daglegu tali, kemur frá fæðingarstað og vöggu technotónlistarinnar, bandarísku bílaborginni Detroit. TP hefur verið að spila og semja tónlist frá árinu 1984 og hefur gefið út yfir 200 smáskífur og endurhljóðblandanir fyrir ýmsa þekkta listamenn sem og átt lög á ótal safnplötum.

Berlega er kappinn iðinn við kolann og með mörg járn í eldinum! Á árinu eru td. í bígerð smáskífur og stór plata frá Planet E, útgáfufyrirtæki Carl Craig. Einnig hefur hann ferðast um heiminn í fjölda ára að breiða út boðskap hús og techno tónlistar við góðan orðstÍr og því er að sannur fengur og gleðifregn að hann skuli mæta á klakann og rífa upp stemmninguna eina kvöldstund á dansgólfi Paloma.

Með honum í för er ung og upprennandi söngkona sem einnig er plötusnúður, stúlka sem kallar sig Merachka. Þessi samstarfskona TP kemur alltaf fram grímuklædd að hætti Mad Mike Banks og félögum frá UR útgáfunni og því hvílir mikil dulúð yfir hennar atriði. Sér hún um upphitun fyrir TP ásamt heimalingum tveim sem sjást ósjaldan á Paloma, gæðablóðin og góðborgararnir Dj Yamaho og Formaðurinn.

Miðaverð eru litlar 1500 kr og málið er dautt.

http://www.terrenceparkermusic.com

Skrifaðu ummæli