HÚSBÍLAR, VARÐELDUR OG SNJÓBRETTI Á OFSAHRAÐA

0
runar-petur-a-fullri-ferd

Rúnar Pétur

Fyrir skömmu eyddi Snjóbrettakappinn Rúnar Pétur Hjörleifsson nokkrum dögum í sviss og úr varð snjóbrettamyndin „Yearning For Turning.“ Kappinn var ekki einn síns liðs heldur var hann umkringdur heimsfrægum snjóbrettaköppum en ferðin var á vegum Korua Shapes.

runar-2

Rúnar er svokallaður Ambassador fyrir Korua Shapes og rennir hann sér fyrir fyrirtækið! Prófuð voru ný bretti og ný shape og óhætt er að segja að stemmingin hafi verið frábær!

kroua

Nicholas Wolken og Stephan Maurer reka Korua Shapes en þeir eru fyrrum atvinnumenn í sportinu. Þeim til halds og traust eru vinir þeirra G-welly og Thomas Stöckli.

„Yearning For Turning“ er virkilega skemmtilegt myndband og það er greinilegt að góða skapið var ekki skilið eftir heima!

http://www.koruashapes.com/#welcome

Skrifaðu ummæli