HÚS MEÐ OLD SCHOOL FÍLING

0

Ljósmynd/Nanna Dís

Tónlistarmaðurinn Stefán Ólafsson Stefánsson eða Steve Sampling eins og hann kallar sig var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Eisenbahn (komm mit).“ Lagið er tekið af væntanlegri EP plötu sem er í vinnslu um þessar mundir en það er Íslenska raftónlistarútgáfan Möller Records sem gefur plötuna út.

steve

Steve Sampling er einn ástsælasti hip hop pródúser íslands en í seinni tíð hefur hann verið að leika sér með allskyns stíla. Elektróníkin er aldrei langt undan, en umræddu lagi má lýsa sem glaðværu húsi með old school fíling!

Kappinn er afar lúnkinn við að láta tónlist sína hljóma einkar vel enda mikill fagmaður fram í fingurgóma! Við bíðum spennt eftir plötunni en þangað til látum við hanns nýjasta lag hljóma í eyrum okkar!

 

Comments are closed.