Hundar gelta í kór og vatnið er skýtugt og rautt

0

Tónlistarmaðurinn Blóðleysi var að senda frá sér lagið „666” og er það helvíti gott! Lagið fjallar um helvíti en þar eru beinagrindur að undirbúa brúðkaup og viðkomandi er að fara giftast einni slíkri. Hrafnar komu og tóku úr honum hjartað og fluttu til síns heima. Hundar gelta í kór og vatnið er skýtugt og rautt.

lagið er af nýrri plötu sem er væntanleg í september. Halldór Á Björnsson sá um upptökur og Hálfdán Árnason plokkaði bassan. Það er föstudagur og mun „666” klárlega rífa þig á lappir og setja stemninguna fyrir komandi átök helgarinnar!

Skrifaðu ummæli