HUNDA OG HESTSHAUSAR Á GAMALLI OLÍUBIRGÐASTÖÐ

0

Um helgina kom út nýtt lag og tónlistarmyndband sem ber heitið „Keep on.“ Lagið er gefið út undir listamannsnafninu Red Robertsson og er sungið af Stefaníu Svavarsdóttur.

Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan lagið var gefið út, en lagið er þegar komið í spilun í útvarpi og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Red Robertsson er listamannsnafn Inga Björns Róbertssonar og hefur hann starfað sem plötusnúður undir þessu nafni síðan árið 2014. Fyrr á þessu ári gaf Red Robertsson út rafræna ábreiðu af laginu „Fingur“ eftir Írafár sem vakti góða athygli.

Stefanía Svavarsdóttir byrjaði feril sinn ung og söng meðal annars með Stuðmönnum í tvö ár eftir að hún vann söngvakeppni Samfés árið 2008, þá 16 ára gömul. Eftir það hefur hún verið áberandi í Íslensku tónlistarlífi og meðal annars tekið tvisvar þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, sungið inn á plötur og tekið þátt í fjölmörgum sýningum og tónleikum.

Ingi Björn Róbertsson samdi lagið en hann samdi einnig textann ásamt Viðari Engilbertssyni. Myndbandið er tekið upp á gamalli olíubirgðastöð á Akranesi og er á sama tíma listrænt og steik og fær hver að dæma fyrir sig um hvað það fjallar.

Skrifaðu ummæli