„Hún elti my crazy ass frá Berlín til Póllands og til baka”

0

Tónlistarkonan Fever Dream var að senda frá sér myndband við lagið „Soy Howser” (The magic of Palace) Myndbandið er tekið upp ó Póllandi þegar Vigdís (Fever Dream) var að spila á listahátíðinni The Palace Arts.

„Ég ákvað að taka upp myndband við lagið í sumar þegar ég var að spila á listahátíð sem heitir The Palace Arts. Hhátíðin er haldin á gömlu landi í 700 ára gömlum kastala.” – Fever Dream.

Hátíðinni má líkja við Íslensku listahátíðina Lunga en þaðr koma listamenn saman til að búa til tónlist, djamma og taka þátt í vinnusmiðjum saman.

Fever Dream bað vinkonu sína Erlu Svanlaugu Riedel til að koma með sér á puttanum og taka upp myndbandið.

„Hún “editaði” það, vann það og elti my crazy ass frá Berlín til Póllands og til baka. Við lentum í allskonar rugli í þessari ferð og þetta myndband á að taka svolítið utan um það.” – Fever Dream.

Lagið og myndbandið er ansi sækadelik og ætti hvert mannsbarn að skella á play, þetta er konfekt fyrir bæði eyru og augu! Nóg er um að vera hjá Fever Dream en von er á nýju efni frá henni. Fever Dream kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Skrifaðu ummæli