HULDUMAÐURINN MAJOR PINK LÆTUR Í SÉR HEYRA

0

major-pink-2

Hljómsveitin Major Pink var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist „Toxic Wonderland.“ Lag og texti er eftir Gunnar Inga, Stefán Þormar leikur á gítar, orkuboltinn Barði Jóhannsson úr Bang Gang og Starwalker pródúseraði eins og hann hafi gert það nokkrum sinnum áður, Axel Árnason masteraði og enginn annar en huldumaðurinn Major Pink sjálfur kemur framm í laginu!

major-pink

Major Pink hugleiðir ófyrirgefanlega hluti. Siðblint. Aðeins einn þriðji verður eftir.

,,Mér finnst gaman að gera stutta, litla texta sem segja mikið. Texta sem þú getur túlkað á marga vegu. Við viljum að fólk pæli í textunum okkar og sögunni sem við erum að búa til. Við erum ekki að gera þessi lög svo þú getir dillað þér við þau. Við erum að gera þessi lög til að fá þig til að hlusta, hugsa og ímynda þér Major Pink og heiminn sem hann býr í. Hvernig manneskja heldur þú að hann sé?“ – Gunnar Ingi

Þetta er fyrsta lagið sem kemur út með Major Pink eftir útgáfu sína á EP plötunni Take the Abuse sem fékk góðar viðtökur. Það má búast við nýrri plötu snemma næsta árs.

Major Pink er eitt af mörgum frábærum böndum sem koma framm á Iceland Airwaves Music Festival í ár.

Comments are closed.