„HUGSANIR MÍNAR BYRJUÐU AÐ LÁTA MIG HALDA AÐ ÉG VÆRI EINSKIS VIRÐI“

0

Rapparinn Trausti var að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið „Elska Það.“ Trausti hefur verið öflugur að semja sitt eigið efni en hann kom áður undir nafninu Nvre$t.

„Lagið fjallar um Þunglyndi sem ég hef kljást við síðan ég man eftir mér og kafla í lífi mínu þar sem hugsanir mínar byrjuðu að láta mig halda að ég væri einskis virði og öllum væri sama um mig.“

Trausti hefur verið að vinna hörðum höndum undanfarið að sinni fyrstu plötu á íslensku sem ber heitið Þrýstingur. Ekki er komin dagsetning hvenær sú plata mun líta dagsins ljós. Trausti sá um mix, texta og taktinn sjálfur.

Skrifaðu ummæli