„Hugmyndin var að fanga stemningu þess sem týnist í tónlistinni“

0

On Fire er þriða lag og myndband sem Mosi gefur út á þessu ári og eru fleiri væntanleg.

Mosi sem nýlega sendi frá sér tvö ný tónlistarmyndbönd við lögin Another Weekend og My Little World , kemur nú með þriðja myndbandið við nýtt lag sem heitir „On Fire.“ Mosi semur tónlistina, tekur upp og útsetur en með honum eru Tinna Katrín sem syngur og Friðrik Flosason sem spilar á bassa.

Ljósmynd: Ómar Sverrisson.

Nýju lögunum er öllum dreyft af plötufyrirtækinu Amuse sem er rekið af nokkurum sænskum pop sérfræðingum úr bransanum ásamt will.I.am úr hljómsveitinni The Black Eyed Peas.

“Þetta er samt sjálfstæð útgáfa hjá mér. Það er engin samnigur eða neitt svoleiðis. Þeir dreyfa bara tónlistinni fyrir mig á helstu staði eins og Spotify o.fl. Það geta allir tónlistamenn gefið tónlist sína út frítt í gegnum Amuse sem er fyrsta síma plötufyrirtæki í heiminum. Þú notar síma til að stofna aðgang og gefa út. Í staðinn fyrir að gefa út tónlist frítt og halda 100% höfundarétti, þá fær Amuse að safna göngnum um tónlistina sem þeir nýta svo til þess að finna nýja tónlistamenn til að hjálpa að koma á framfæri og hugsanlega gera samning við. Þetta er ný leið í bransanum sem er mjög áhugaverð og mig langaði að prófa þetta. Ég hef engu að tapa enda er þetta frí þjónusta. Þeir eru ekki að hugsa eins og gömlu risaeðlunar í bransanum og því spennandi að sjá hvernig þetta reynist.“ sagði Mosi.

Helga Clara Jónsdóttir skilaði einlægri og fallegri framistöðu í myndbandinu sem er hennar frumraun að leika.

Myndbandið framleiðir Nágranni en það er Jón Teitur Sigmundsson sem leikstýrir og Helga Clara Jónsdóttir leikur í myndbandinu. Helga Clara er dóttir Jón Teits og hafa þau búið í vesturbænum allt sitt líf og myndbandið því á heimavelli þeirra og svona göngutúrar daglegt brauð hjá Helgu.

Jón Teitur Sigumundsson leikstjóri.

“Hugmyndin var að fanga stemmningu þess sem týnist í tónlistinni og þegar umhverfið verður allt í einu allt í takt við lagið. Skref manns falla að taktinum og allt sem skiptir máli er lagið og augnablikið. Myndbandið var tekið upp á einum degi í frjálsu flæði þó svo að ákveðnir kaflar voru fyrirfram ákveðnir“ – Jón Teitur

Þú getur fylgst með Mosa á www.mosimusik.com.

Skrifaðu ummæli