HUGLEIKUR DAGSSON FÉKK 12 LISTAMENN TIL AÐ GERA ÁBREIÐUR AF MYNDUNUM SÍNUM

0

Hugleikur Dagsson fékk þá flugu í höfuðið að það gæti orðið gaman að sjá hvernig það yrði ef hann fengi 12 listamenn með raunverulega listræna hæfileika til að gera “ábreiður” af Óla-priks-myndunum sínum. Hver listamaður valdi sér eina mynd eftir Hugleik og hafði frjálsar hendur til þess að „betrumbæta“ hana eftir eigin höfði.

 

Afrakstur þessarar hugmyndar Hugleiks kemur nú út á nýju dagatali fyrir árið 2018, næstkomandi – og í tilefni þess verða verk listamannanna 12 hæfileikaríku á sýningunni Ábreiður í Gallery Porti. Auk þess verður sýnd verk úr nýútkominni bók Hugleiks sem nefnist „Er þetta frétt?“

Þau sem eiga verk á sýningunni eru:

Árni Jón Gunnarsson

Bobby Breiðholt

Friðrik Sólnes

Halldór Baldursson

Helga Páley Friðþjófsdóttir

Inga Birgisdóttir

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Pétur Antonsson

Rán Flygenring

Sigrún Eldjárn

Þorri Hringsso

Fimmtudaginn 30. nóvember frá 15:00-20:00 mun Hugleikur síðan mæta með penna og skissubók og teikna eftir pöntunum. Þetta verður í eina skiptið fyrir þessi jól sem Hugleikur býður aðdáendum sínum upp á þetta.

Skrifaðu ummæli