Huginn sendir frá sér plötuna Eini Strákur – Virkilega þéttur gripur!

0

Tónlistarmaðurinn Huginn var að senda frá sér brakandi ferska plötu sem ber heitið Eini Strákur (Vol. 1) Huginn hefur verið talsvert áberandi að undanförnu en lög eins og „Vildi ekki neitt”, „Gefðu mér einn” og „Eini Strákur.”

Platan er virkilega þétt og óhætt er að segja að hún renni ansi ljúflega niður! Platan myndar flotta og heilsteypta heild og er ekkert slakt lag að finna á gripnum. Huginn blæs til heljarinnar útgáfuteitis á skemmtistaðnum Prikinu í kvöld og byrja herlegheitin stundvíslega kl 21:00.

Dagskráin er sko alls ekki af verri endanum en fram koma:

Þorri, Birnir, Herra Hnetusmjör, JóiPjé & Króli og Emmsjé Gauti.

Plötusnúðar kvöldsins eru:

DJ Egill Spegill og DJ Snorri Ástráðs.

 

Skrifaðu ummæli