HÚÐFLYGSUR ÞEYTAST AF STAÐ Í FERÐALAG

0

„Húð og hár“ er nýtt lag frá Sveini Guðmundssyni en lagið fjallar um gamlar húðflygsur sem flagna og hár sem falla. Lítil brot sem þeytast af stað í ferðalag. Húkka sér far á öxl eða ermi. Dreifast um.

Húð og hár er fyrsta lagið af annarri plötu Sveins sem verið er að taka upp í bútum en kemur vonandi út seinna á árinu. Sveinn söng og spilaði á ýmis hljóðfæri en Magnús Leifur Sveinsson sá um upptökur, hljóðvinnslu og lék á hljómborð. Sveinn hefur áður gefið plötuna „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ sem kom út í lok árs 2013.

Skrifaðu ummæli