HRINGD´Í MIG Í MJÚKUM OG SEIÐANDI TRIP HOP STÍL

0

Bjartmar Þórðarson var að senda frá sér nýtt lag og myndband, sína eigin útgáfu af laginu Hringd´í mig“ sem Friðrik Dór og StopWaitGo sömdu og gerðu brjálæðislega vinsælt nú í sumar. Þessi útgáfa lagsins er gjörólík þeirri upprunalegu, er í mjúkum og seiðandi Trip Hop stíl, útsett af Magnúsi Leifi Sveinssyni.

Myndbandið sem var gert af Gustavo Marcelo Blanco, Bjartmari og Magnúsi er draumkennt og súrrealískt og speglar vel hljóðheiminn í þessari nýju útgáfu. Meira efni frá Bjartmari er að finna inni á Facebooksíðunni BjartmarMusic, á Youtube, Spotify og Soundcloud.“

Skrifaðu ummæli