HRESST 80´S SKOTIÐ SYNTHA POPP

0

glow

Fyrir skömmu sendi hljómsveitin GlowRVK frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Camo.“ Glow RVK er skipuð þeim Bjarna Frey Péturssyni og Sylvíu Björgvinsdóttur en þau hafa áður sent frá sér lög eins og „Azul“ og „Gold“ við góðan orðstír.

Camo er hresst „eighties“ skotið syntha popp, en lagið og myndbandið tvinnast einkar vel saman og ætti þetta svo sannarlega að skella brosi á nokkur andlit. Myndbandið er framleitt af Motive.

Skrifaðu ummæli