HREINT ÚT SAGT MÖGNUÐ STEMNING Á TÓNLEIKUM MAMMÚT

0

Hljómsveitin Mammút blés fyrir skömmu til heljarinnar heimkomu tónleika í Gamla Bíó og óhætt er að segja að stemningin hafi hreint út sagt verið mögnuð! Mammút sendi nýverið frá sér breiðskífuna Kinder Versions og hefur sveitin verið á stanslausu ferðalagi um heiminn til að kynna hana. Platan hefur fengið glimrandi dóma í erlendum fjölmiðlum enda virkilega frábær plata þarna á ferðinni.

Eins og fyrr segir voru heimkomu tónleikarnir hreint út sagt magnaðir og er Mammút án efa ein besta og flottasta hljómsveit landsins! Hafsteinn Snær Þorsteinsson kíkiti á tónleikana og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is

Mammut.is

Skrifaðu ummæli