HÓRMÓNAR ERU SIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA 2016

0

Hljómsveitin Hórmónar komu, sáu og sigruðu Músíktilraunir 2016.

Eftir æsispennandi úrslitakvöld í Norðurljósum Hörpu var niðurstaða dómnefndar og símakosningar gerð kunn. Fiðringur var í fólki og eftirvæntingin mikil. Glæsileg verðlaun voru veitt, en þaug eru: Hljóðverstímar í Sundlauginni, Greenhouse Studios og Aldingarðinum, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum og Icelandair styrkir sigurvegarana um ferð til Evrópu til að taka þátt í verkefni með Hinu Húsinu og Stage Europe Network.

hORMÓNAR

Hormónar.

157 manns tóku þátt í Músíktilraunum, 39 stúlkur og 118 drengir. Fjórðungur var því stúlkur og er það metþátttaka í sögu Músíktilrauna.

Helgi Jónsson 2

Helgi Jónsson lenti í öðru sæti.

Hljómsveitirnar voru 47 talsins, jafnmargar og þær voru ólíkar og fjölbreytni augljós. Ekki þarf að staldra lengi við þar til ljóst er að æska landsins er gífurlega hæfileikarík og skemmtileg. Bjartir tímar eru í vændum!

1.Sæti –  Hórmónar

2.SætiHelgi Jónsson

3.SætiMagnús Jóhann

Hljómsveit fólksins:

Wayward

Trommuleikari:

Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir – Körrent & Prime Cake

Gítarleikari:

Helgi Jónsson – Helgi Jónsson 

Bassaleikari:

Snorri Örn Arnarson – Prime Cake

Hljómborðsleikari:

Magnús Jóhann Ragnarsson – Magnús Jóhann & Prime Cake & Steinunn

Söngvari:

Brynhildur Karlsdóttir – Hórmónar

Rafheili:

Ingvar Sigurðsson og Róbert Orri Leifsson – m e g e n & Tindr x Bobz n Gvarz

Verðlaun fyrir textagerð á íslensku:

Tindur Sigurðarson – Tindr x Bobz n Gvarz

Comments are closed.