HOOKS & HANCOCK SENDA FRÁ SÉR GLÆNÝTT LAG OG MYNDBAND

0

Hljómsveitin Hooks & Hancock var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „It´s Over.“ Meðlimir sveitarinnar eru Lefty Hooks og Daron Hancock en sá fyrrnefndi gerði garðinn frægann með hljómsveitinni antlew/maximum.

Kapparnir eru búsettir á Íslandi en að sögn þeirra félaga eru þeir iðnir við tónlistarsköpun og er margt á döfinni. Lefty Hooks er einnig meðlimur sveitarinnar Lefty hooks and the right things ásamt Amabadama manninum Gnúsa Yones!

Það er Magnetic Productions sem á heiðurinn af myndbandinu.

Skrifaðu ummæli