„Hönnunum sem okkur hefur langað að gera í langan tíma”

0

Það verður heljarinnar partý í Gamla Bíói 26. Október næstkomandi en þá mun íslenska fatamerkið Inklaw Clothing frumsýna vetrarlínu sína. Inklaw er eitt vinsælasta fatamerki landsins og hafa föt þeirra ratað í hendur frægra einstaklinga á borð við Justin Bieber og Steve Aoki svo fátt sé nefnt. Öllu verður til tjaldað í kvöld og má að sjálfsögðu búast við glæsilegri sýningu frá Inklaw en að henni lokinni mun  Reykjavík Ink halda uppá 10 ára stórafmæli sitt með risa tónleikum. Fram koma Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti, Jói Pé og Króli og Dóra Júlía

Albumm.is náði tali af Inklaw drengjunum og svöruðu þeir nokkrum skemmtilegum spurningum.


Það verður heljarinnar partý í Gamla Bíó í kvöld, hvað er að gerast og við hverju má fólk búast?

Heldur betur ! Við erum að gefa út 2018 vetrarlínu INKLAW og langar okkur einmitt að halda uppá tilefnið með að kynna vörurnar okkur í persónu í geggjuðum sal í Gamla Bíó og gera úr því flott show að okkar hætti.

Það vildi síðan svo skemmtilega til að tattoo stofan Reykjavík Ink er að halda uppá 10 ára stórafmælið sitt og munu þau halda tónleika strax eftir showið þar sem Emmsjé Gauti, Herra Hnetursmjör og JóiPé og Króli munu halda uppi fjörinu. Það getur ekki klikkið.

Er vetrarlínan búin að vera lengi í vinnslu og hvað inniheldur hún í stuttu máli?

Við byrjuðum á línunni fyrir meira en ári síðan og inniheldur hún mikið af hönnunum sem okkur hefur langað til að gera í langan tíma og hefur út af því mikið persónugildi fyrir okkur. Hún inniheldur einkennandi INKLAW fagurfræði og snið í öllum flokkum frá toppi til táar.

Er einhver Inklaw flík í uppáhaldi hjá ykkur, ef svo er afhverju hún?

Við erum heilt yfir gríðarlega sáttir með allar vörurnar í línuni og eru margar vörur í miklu uppháhaldi við mismunandi tilefni.

Hvað er framundan hjá ykkur og Hvenær opnar húsið?

Núna er hörð en skemmtileg vinna framundan svo allt sé tilbúið fyrir sýninguna og strax í kjölfarið tekur við stórir mánuðir í netsölunni okkar fyrir jólin.

Eitthvað að lokum?

Vonum til þess að sjá sem flesta í Gamla Bíói 26. Október næstkomandi. Húsið opnar kl 21:00  og viljum við taka það fram að allir með aldur er velkomið að koma á sýninguna og er miðasalan inná viðburðina báða inná Tix.is og verða miðar einnig seldir við hurð þegar nær dregur.

Hægr er að nálgast miða á viðburðinn á Tix.is

Inklawclothing.com

Skrifaðu ummæli