Hólmvíkingurinn Grímur sendir frá sér sitt fyrsta lag

0

Grímur er tónlistarmaður frá Hólmavík en hann var að gefa út sitt fyrsta lag sem tekið er af hans fyrstu plötu sem kemur út í febrúar næstkomandi. Lagið ber heitið „Smoke“ og er komið út á öllum helstu tónlistarveitum en er einnig komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðum landsins.

 

„Smoke” grípur hlustandann frá fyrstu nótu en silkimjúk röddin og flæðandi gítarinn leiðir mann á ótroðnar slóðir! Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum upprennandi tónlistarmanni og okkur hlakkar mikið til að heyra plötuna sem er væntanleg í febrúar.

Einnig er hægt að nálgast lagið hér.

Grímur á Instagram

Skrifaðu ummæli