HÖLDUM GLEÐINNI ÁFRAM FRAM Á NÆSTA SUMAR

0

Tónlistarkonan Hildur var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Næsta Sumar.” Hildur segir að lagið fjalli um að enginn vilji að sumarið taki enda og því skulum við einfaldlega halda gleðinni áfram fram á næsta sumar!

Hildur er ein vinsælasta tónlistarkona landsins en hún slóg rækilega í gegn með laginu „I´ll Walk With You.” „Næsta Sumar” er virkilega grípandi popp slagari en drengirnir í StopWaitGo útsettu og masteruðu lagið.

Andrea Björk Andrésdóttir á heiðurinn af myndbandið en það er einkar skemmtilegt og litríkt!

Skrifaðu ummæli