HÖFNUN ER BESTI SKÓLINN

0

seint-2

Tónlistarmaðurinn Seint var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Surround Me.“ Lagið fjallar um höfnun en flest öll könnumst við þá tilfinningu! Höfnunar tilfining er eitthvað sem við mannverur eigum sameiginlegt með að vilja forðast. En það sem flest okkar sér ekki er gildi þess að fá að finna fyrir þeirri tilfiningu og í raun spurja sig afhverju maður tekur öllu svo mikið inn á sig. Svo mikið að maður hreint þjáist fyrir það.

seint

Það að vera hafnað getur kennt manni flest allt um sjálfið. Það er að segja ef þú lítur svo á. Maður getur lært að taka hlutunum ekki persónulega þar sem ákvarðanatökur eru gerðar af mannverum eins og þér sjálfum sem eru einungis að reyna að gera sitt besta í brotnu kerfi.

„Mér hefur verið hafnað og ég hef hafnað. Mér mun verða hafnað og ég mun hafna. En svo lengi sem maður lifir þá verður maður að læra af því. Það fyrir mér er eini tilgangurinn við að vera í þessari stuttu tilveru. Við erum hér til að læra og leika okkur.“ – Seint

Seint blæs til útgáfutónleika á Bar 11 þann 18. Mars næstkomandi en það verður fjallað nánar um þá síðar.

Skrifaðu ummæli