HLYNUR GUNNARSSON Í NÝRRI KLIPPU FRÁ MOLD SKATEBOARDS

0

hlynur 22

Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards hefur haft í nægu að snúast að undanförnu og mikið er um að vera á næstunni.

Glæný klippa var að lenda úr herbúðum Mold og að þessu sinni er það enginn annar en  Hlynur Gunnarsson. Hlynur er einn helsti hjólabretta kappi landsins og hefur hann verið það um þónokkur ár! Klippan er tekin upp eitt blautt vetrakvöld í ónefndri bílageymslu á höfuðborgarsvæðinu.

hlynur rail

Mold menn eru að undirbúa vorið en þá má búast við mikið af nýjum brettum, nýjar stærðir, ný grafík og shape! Fylgist með gott fólk!

Comments are closed.