HLYNUR BEN OG UPPLIFUN NÚTÍMAVÆÐA 80´S HLJÓMINN

0

Hljómsveitin Hlynur Ben og Upplifun er ný á nálinni en hana skipa þeir Hlynur Ben, Birgir Þórisson, Brynjar Páll Björnsson, Magnús Örn Magnússon og Pétur Valgarð Pétursson.

Mikið hefur verið lagt upp úr tónleikahaldi að undanförnu og er bandið nýkomið frá Kaupmannahöfn þar sem það spilaði fyrir Íslendingafélagið þar í borg. Í janúar skellti Upplifun sér í Stúdíó Paradís og tók upp nokkur lög sem fá að líta dagsins ljós eitt af öðru næstu misserin.

Það fyrsta sem kemur út úr þeim upptökum er lagið „Hærra.“ Mikið er lagt upp við að blanda saman hljómi 80’s rokksins og þeim grunn elementum sem einkenna hvern meðlim sveitarinnar og nútímavæða hljóðið. Úr verður hljóðheimur sem er einkennandi fyrir Hlyn Ben og Upplifun.

Skrifaðu ummæli