„Hluti af uppgjöri mínu til fyrra lífs“

0

Tónlistarmaðurinn Helgi Kristjánsson var að senda frá sér lagið „Skýjabönd“ sem er af væntanlegri plötu kappans. Helgi hefur komið víða við á sínum tónlistarferli en þá aðallega sem trommari í nokkrum af helstu hljómsveitum landsins sem eru:  Ásgeir, One Week Wonder, Hugar o.fl.

Helgi hefur nýlokið við að hljóðrita sína fyrstu sólóplötu, Skýjabönd, sem lítur dagsins ljós þann 31. ágúst næstkomandi. Frá því í desember í fyrra hefur Helgi unnið plötuna í Hljóðrita ásamt Ásgeiri Trausta vini sínum. Helgi spilar á flest hljóðfærin og syngur en Ásgeir spilar á hljóðgervla, píanó og rafhljóðfæri.

„Þessi plata er hluti af uppgjöri mínu til fyrra lífs. Ferlið var þannig að hann tók mig upp spila inn hljóðfærin og sönginn og svo ræddum við saman hugmyndir og erum báðir pródúserar plötunnar.“ – Helgi

Helgi er kominn með öfluga hljómsveit með sér í lið en þeir eru: Hjörvar Hans Bragason (Bassi), Magnús Jóhann Ragnarsson (Píanó og hljóðgervla), Bergur Einar (Trommur) og Kristinn Þór Óskarsson (Gítar) og verða útgáfutónleikar haldnir 3. okt í Bæjarbíói.

Instagram

Skrifaðu ummæli