„HLUSTIÐ Á TEXTANN ÞÁ GETIÐ ÞIÐ SKILIÐ Í HVERNIG ÁSTANDI ÉG VAR Á ÞEIM TÍMA“

0

Tónlistarmaðurinn Sigurður Sívertsen eða Siggó eins og hann er oftast kallaður var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist, „Eftir Þessa Molly.“ Lagið er ástarlag og fjallar um stelpu sem Sigurður féll fyrir þegar hann var undir áhrifum. Sigurður segir að hann var samt alltaf að reyna að vera edrú og er búin að ganga mjög vel í því síðustu mánuðina.

„Lagið er basic ástarlag um stelpu sem líkaði illa að ég væri alltaf að djamma og fá mér, ef þið hlustið á textan getið þið skilið í hvernig ástandi ég var á þeim tíma.“ – Siggó

Kappinn var ekki fyrir svo löngu með tveimur vinum sínum í nýja stúdíóinu hans sem hann hefur verið að vinna í lengi að gera upp þegar hann ýtti óvart á lagið, „Eftir Þessa Molly.“ Vinir hans trúðu varla að þetta væri Siggó sjálfur og hvöttu þeir hann að gefa lagið út strax!

„Ég hef alltaf verið feimin að sýna lögin mín, ég hef aldrei verið mikið í að gefa út lög, vil oftast bara skrifa texta um líf mitt eða eitthvað sem hefur gerst og til dæmis ljóðskáld. þetta hefur alltaf verið áhugamálið mitt, á erfitt með að tjá tilfinningar mínar nema þegar ég er fyrir framan Míkrafón.“ – Siggó

Sigurður er rétt að verða volgur en hann er einnig búin að gera tvö önnur lög með tónlistarmanninum Einari Darra, (Einvr) og er meira á leiðinni.

Skrifaðu ummæli