HLUSTIÐ HÉR Á FYRSTA ÞÁTT ALBUMM SEM FÓR Í LOFTIÐ Á X-INU 977 Í GÆRKVÖLDI

0

albumm þáttur 1

Fyrsti þáttur Albumm fór í loftið í gærkvöld á X-inu 977. Í þessum fyrsta þætti kom Heiðar Örn Kristjánsson í spjall en allir þekkja hann úr hljómsveitum eins og Botnleðju og Pollapönk einnig kom Elli Grill úr Shades Of Reykjavík og ræddum við nýtt lag og myndband frá þeim félugum.

Steinar Fjeldsted var mættur í hljóðver X-ins um klukkan hálf ellefu og hóf hann útsendingu klukkan ellefu.

„Þetta var frábært í alla staði og gekk alveg þrusuvel þrátt fyrir smá tæknileg vandræði, Lengi má gott bæta og ég efast ekki um að þetta verði áframhaldandi stuð.“ Steinar Fjeldsted.

Albumm er alla miðvikudaga kl 23:00 á X-inu 977

Comments are closed.