HLUSTANDANDINN SVÍFUR ÚR TILVERU SINNI

0

Tónlistarmaðurinn Mikael Lind var að senda frá sér sína fjórðu plötu en hún ber heitið Sounds that Escaped. Mikael segir plötuna vera rökrétt framhald af plötunni  Intentions and Variations sem kom út árið 2016. Þessi nýja plata inniheldur allt það sem hlustandinn óskar sér, rólegt píanó í bland við stigmagnandi syntha og allskonar hljóð sem fær hlustandann til að svífa úr tilveru sinni!

Einnig var að koma út einkar glæsilegt myndband eða í rauninni tvö myndbönd sameinað í eitt en það er við lögin „Metric Expansion of Space” og „Topology of Clouds.” Ian Waugh á heiðurinn af myndböndunum en tónlist Mikaels og hið myndræna smellpassar saman og úr verður heilsteypt verk!

Hægt er að hlýða á plötuna í heild sinni á Spotify og á Bandcamp

Mikaellind.com

Skrifaðu ummæli