„Hlustaðu á lögin og prófaðu að hafa gaman”

0

Í dag sendir rapparinn GKR frá sér mixteipið Útrás og verður því fagnað rækilega á Prikinu í kvöld. Gaukur eins og hann heitir réttu nafni segir teipið vera útrás fyrir rapp og sé allt öðruvísi en vel unnin plata! Öllu verður til tjaldað á Prikinu í kvöld en ásamt GKR koma fram Sprite Zero Klan og DJ $TARRI SCANDALOUS svo fátt sé nefnt.

Albumm.is náði tali af GKR og svaraði hann nokkrum spurningum um teipið og tónleikana!


Þú ert að senda frá þér Mixteip, er það búið að vera lengi í vinnslu og hvernig mundir þú lýsa því í einni setningu?

Ekki búið að vera lengi í vinnslu en sum lögin eru alveg árs gömul. Ein setning: bara eh bull!

Þú ert að senda frá þér Mixteip, er það búið að vera lengi í vinnslu og hvernig mundir þú lýsa því í einni setningu?

Ekki búið að vera lengi í vinnslu en sum lögin eru alveg árs gömul. Ein setning: bara eh bull

Það verður heljarinnar útgáfupartý á Prikinu í kvöld, við hverju má fólk búast?

Skemmtilegum gestum og mjög miklu turn uppi!

Afhverju mixteip en ekki plata og hver er munurinn?

Fyrir mér hefur þetta tape ekki sömu tilfinningar og plata. þetta mix tape er útrás, fyrir rapp og þannig. Þetta eru allt aðrar pælingar en vel unnin plata.

Ljósmynd: Kolbrún Klara.

Ef þú gætir tekið hvern sem er með þér á djammið hver yrði fyrir valinu? Og afhverju sá einstaklingur?

Tom frá myspace, það væri gg icebreaker!

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Hlustaðu á lögin, tjekkaðu á sprite zero klan og bríet, mæta á prikið og prófa bara að hafa gaman.

Skrifaðu ummæli