HLUSTA Á VOICE MEMOS OG REYNI AÐ FYLLA Í EYÐURNAR

0

Rapphundurinn Ágúst Bent eða einfaldlega Bent eins og hann er iðulega kallaður var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „OJ.” Það þekkja náttúrulega allir Bent úr goðsagnakenndu rappsveitinni XXX Rottweiler Hundum en þeir slóu rækilega í gegn upp úr aldamótunum!

Albumm.is náði tali af kappanum og svaraði hann nokkrum spurningum!


Um hvað er lagið og er það búið að vera lengi í vinnslu?

Lagið er um þessa þversagnakenndu tilhneigð okkar að dýrka dörrann. Girnast það sem við vitum að er ekki gott fyrir okkur. En svo er þetta líka bara sama helvítis grobbið. Við Fames byrjuðum á þessu fyrir svona hálfu ári.

Lýstu laginu í einni setningu

Ungur Bubbi Morthens með bóner.

Hvaðan sækir þú innblástur fyrir þína tónlistarsköpun?

Ég hef ekki hugmynd. Ég hlusta bara á voice memos í símanum og reyni að fylla í eyðurnar.

Rapp í dag vs Rapp in the 90´s?

Ég var ekki byrjaður að rappa in the 90s en held að munurinn sé ekkert svo mikill. Rapp er samt vinsælla, melódískara og fötin þrengri.

Hvað ber sumarið í skauti sér og eitthvað að lokum?

Ég verð á þjóðhátíð á laugardaginn, Innipúka með Rottweiler á sunnudag. Svo bara að gera allt vitlaust samt rétt.

Skrifaðu ummæli