HLJÓMSVEITIN VETURHÚS SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „BERJALAND“

0

veturhús

Hljómsveitin Veturhús sendir frá sér glænýtt lag sem nefnist „Berjaland.“ Hljómsveitin varð til þegar Heimir Klemenzson útskrifaðist með framhaldspróf í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Í framhaldi af því gaf Heimir út sólóplötuna Kalt. Þegar henni var fylgt eftir myndaðist hópur sem kallaði sig Heimir Klemenzson Quintet en nafninu var fljótlega breytt í Veturhús. Nafnið er fengið úr skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness, Sjálfstætt fólk.

Lagið er sannkallað poppkorn og er jafnframt þeirra rómantískasta hingað til, enda ástin uppspretta orða sem breytast í ljóð og/eða texta. Ástin getur verið allt í kring en ástarsorgin er ekki síður vinsæl í poppmenningunni.

Comments are closed.