HLJÓMSVEITIN VALDIMAR SENDIR FRÁ SÉR NÝJA HLJÓMPLÖTU MEÐ NÝJAN HLJÓÐHEIM

0

valdimar


Hljómsveitin Valdimar sendir frá sér nýja hljómplötu. Platan hefur fengið nafnið Batnar útsýnið og kom í verslanir í október. Á plötunni má heyra nýjan hljóðheim þar sem akústískum hljóðfærum er gert hærra undir höfði en um leið er kafað dýpra ofan í heim raftónlistar.

Við gerð plötunnar leitaðist hljómsveitin við að leyfa hverju hljóði að njóta sín, svo að rúmt væri um hvert smáatriði og reyndu þannig að skapa einhverskonar andrúm í lögunum. Vinnsla plötunnar tók lengri tíma en gengur og gerist hjá bandinu og tók hún breytingum allt fram á síðasta dag. Batnar útsýnið er því ef til vill lýsandi fyrir þetta ferli sem hljómsveitin gekk í gegnum við vinnslu plötunnar. Stundum þarf að rýma aðeins til svo að heildarmyndin fái að njóta sín. Þessi hugsjón á einnig við um texta plötunnar og fjalla þeir um hinn mannlega anda. Stundum er þoka innra með manni en þegar henni léttir og útsýnið batnar þá sér maður hlutina í réttu samhengi.

Valdimar heldur tónleika í Stapanum þann 30. desember.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og opnar húsið kl. 19:00.
Miðaverð: 2500 kr.

valdimar 2

Meðlimir Valdimar eru: Valdimar Guðmundsson – Söngur, Básúna. Ásgeir Aðalsteinsson – Gítar. Guðlaugur Guðmundsson – Bassi. Þorvaldur Halldórsson – Trommur, Slagverk. Kristinn Evertsson – Hljómborð. Högni Þorsteinsson – Gítar.

 

Hér er hægt að hlusta á lagið „Læt Það Duga“ af nýju plötunni Batnar Útsýnið.

Comments are closed.