HLJÓMSVEITIN TZMP LEGGUR JAPAN AÐ FÓTUM SÉR OG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG

0

tzmp 2

Hljómsveitin TZMP sem er um þann mund að leggja í tónleikaferðalag um Japan, hefur sett á netið fyrsta upphitunarlagið fyrir plötuna, hið glænýja „Low Down Electropolis Blues.“

Lagið var samið á einni viku rétt áður en að platan var send í masteringu hjá upptökusérfræðingnum og snilldar tónlistarmanninum Yosi Horikawa.

TZMP-press

Sveitin heldur sína fyrstu tónleika í Tókýó, með japönsku chiptune sveitinni YMCK þann 11. ágúst og gengur miðasala vel að sögn.

Hægt er að nálgast plötuna með að styðja hópfjármögnun þeirra á Karolinafund, en einungis örfáir dagar eru eftir til að fá plötuna á einstaklega góðu verði.

Hér er á ferðinni frábært lag og við bíðum spennt eftir plötunni.

Comments are closed.