HLJÓMSVEITIN TUNGL SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „THE ROAD“

0

tungl 1

Hljómsveitin Tungl var að senda frá sér í dag glænýtt lag sem nefnist „The Road.“ Tungl er stjörnuprýdd sveit en hana skipa Birgir Ísleifur Gunnarsson (Motion Boys) Bjarni M. Sigurðarson (Mínus o.fl.) og Frosti Jón Runólfsson (Legend, Esja o.fl.). Lagið er virkilega flott og greinilegt er að nostrað var við hvert smáatriði sem svo sannarlega skilar sér til hlustandans.

tungl 3 (1)

Sveitin heldur sína fyrstu tónleika í kvöld á skemmtistanum Húrra en mannskapurinn á sviðinu er alls ekki af verri endanum.  Þorbjörn Sigurðsson (Dr.Spock, Ensími og fleira) er á gítar og hljómborðum, Elís Pétursson (Leaves, Jeff Who) er á bassa, Orri Dýrason (Sigurrós) sér um slagverk. Síðast en ekki síst eru Unnur Birna Björnsdóttir og Rósa Guðrún Sveinsdóttir í bakröddum.

Húsið opnar kl 20:00 og kostar litlar 1.500 kr inn.

Frábært lag hér á ferðinni frá Tungl.

Comments are closed.