HLJÓMSVEITIN TUNGL HELDUR SÍNA FYRSTU TÓNLEIKA Á HÚRRA ANNAÐ KVÖLD

0

tungl 2

Hljómsveitin Tungl er að halda sína fyrstu tónleika annað kvöld á skemmtistaðnum Húrra. Sveitin mun spila lög af komandi plötu sem er í vinnslu þessa dagana og óhætt er að segja að margir bíði spenntir eftir henni.

tungl 3

Mannskapurinn á sviðinu er ekki af verri endanum en það eru Bjarni Sigurðarson (Mínus) er á gítar, Frosti Gringo (Klink, Legend, Esja) er á trommum, Þorbjörn Sigurðsson (Dr.Spock, Ensími og fleira) er á gítar og hljómborðum, Elís Pétursson (Leaves, Jeff Who) er á bassa, Birgir Ísleifur (Motion Boys) syngur og spilar á Wurly, Orri Dýrason (Sigurrós) sér um slagverk. Síðast en ekki síst eru Unnur Birna Björnsdóttir og Rósa Guðrún Sveinsdóttir í bakröddum.

Árni Vil úr hljómsveitinni FM Belfast hitar mannskapinn upp með lög af komandi sóló plötu.

Litlar 1.500 kr kosta inn og byrjar stuðið kl 20:00

Comments are closed.