HLJÓMSVEITIN STROFF SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

stroff 3

Hljómsveitin Stroff var að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu sem er fáanleg á bæði vínyl og á kassettu, en það síðarnefnda kemur í takmörkuðu númeruðu upplagi. Stroff er skipuð þeim Örn Inga, Markúsi, Halla og Árna Þór. Tónlist drengjanna má lýsa sem nýbylgju rokki og eitt er fyrir víst að þetta er sko af bestu gerð!

stroff 4

Tónlistarmaðurinn Prins Póló hefur hampað sveitinni hástöfum enda ekki furða þar sem platan er virkilega þétt, vel gerð og skemmtileg.

Plötuumslagið er virkilega flott en þar sést Lundi á hjólabretti og allt er það eins og það sé prjónað, virkilega flott!

STROFF

Ef þér langar í eintak skelltu þér þá í næstu betri hljómplötuverslun, þið vitið hvaða verslanir það eru.

Hér má sjá hljómsveitina Stroff spila live hjá KEXP.

Comments are closed.