Hljómsveitin starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratugnum

0

Hljómsveitin Grafík fagnaði með tónleikum í lok síðasta árs að 30 ár voru liðin frá útgáfu plötunnar Leyndamál. Það þóttist takast það vel að eftirspurn hefur verið síðan að leikið sé meira og víðar og nú er komið að Hard Rock í Reykjavík laugardaginn 21. apríl.

Þessi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratug síðustu aldar. Hljómplatan Leyndarmál var fimmta plata sveitarinnar en með þeirri plötu skaust söngkonan Andrea Gylfadóttir fram á sjónarsviðið og hefur síðan átt glæsilegan feril. Ásamt henni skipa bandið Baldvin Sigurðsson, Egill Rafnsson, Hjörtur Howser og Rúnar Þórisson.

Platan Leyndarmál fékk mjög góða dóma og viðtökur og má þá sérstaklega nefna lögin Presley og Prinsessan.

Forsala er hafin á tix.is

Skrifaðu ummæli