HLJÓMSVEITIN SLEEPING MINDS ER AÐ GERA GÓÐA HLUTI

0

sleeping

Sleeping Minds eða Hugarbræður eins og þeir kalla sig eru fjórir tónlistarmenn sem koma frá jaðri úthverfa höfuðborgarsvæðisins. Sveitin hefur verið starfandi í rúmlega ár og í öðrum mánuði þessa árs 2016 sendu þeir frá sér smáskífuna Ad Libidum sem inniheldur þrjú ólík en framúrstefnuleg lög. Sleeping Minds sendu frá sér fyrsta lagið „Trust“ á Soundcloud og hefur það fengið um 20.000 spilanir. Sveitin er fersk og ný og er stöðugt að þróast.

sleeping 2

Undanfarna mánuði hefur sveitin verið virk að spila á stöðum borgarinnar við góðar undirtektir. Það sem er á döfinni er stúdíóvinna, myndband og tónleikahald samhliða nýju efni sem verður til um borð í þeirri lest.

sleep

Sveitina skipa þeir Ingvar Egill(söngur,gítar). Viðar Máni(söngur,gítar,synth), Bjarni Þór(trommur) og Magnús Hrafn(bakrödd, bassi). Fjórmenningarnir hafa allir verið tengdir íslensku tónlistarlífi á einn eða annann hátt í gegnum tíðina.

Hljómsveitin heldur tónleikar 8.júlí á bar 11 og myndbandsgerð fer af stað á svipuðum tíma, þann 9 – 10 júlí .

Sjá einnig:

https://sleepingminds.bandcamp.com/releases

Comments are closed.