HLJÓMSVEITIN SKURK VERÐA MEÐ TÓNLEIKA Á GAUKNUM 22.NÓV

0

10702180_10152479843098528_1523809369002306096_n

Hljómsveitin SKURK er thrash metal band frá Akureyri. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og meðlimir hennar eru: Guðni Konráðsson – Söngur og gítar, Hörður Halldórsson – gítar, Jón Heiðar Rúnarsson – Bassi og Kristján Heiðarsson – Trommur.


Nafnið SKURK stendur fyrir allskonar hávaða og læti og spilar þungarokk af gamla skólanum og mætti flokka hana nánar sem „thrash metal“ band. Af áhrifavöldum í þá daga voru Kreator, Metallica, Sacred Reich, Slayer, Iron Maiden, Helloween, Nuclear Assault, Wrathchild America og Black Sabbath helstu nöfnin og eru að stærstum hluta enn þann dag í dag.

Félagarnir í SKURK gáfu út diskinn Final Gift á árinu og ætluðu heldur betur að fylgja honum eftir með tónleikahaldi. Því miður urðu þeir fyrir því óhappi að Guðni söngvarinn og Gítarleikarinn fótbrotnaði og er búin að vera á hækjum í 6 mánuði, þannig öll plön um tónlekahald hjá hljómsveitinni fauk út um gluggann.

Þrátt fyrir þetta óhapp létu þeir þetta ekki stoppa sig og byrjuðu að semja næsta disk og eru núna byrjaðir í stúdíóvinnu í stúdíói GFG.

Allt er í brjáluðu stuði hjá SKURK þessa daganna Guðni er laus við hækjurnar og búnir að gefa út myndband við lagið Darkness af nýju plötunni Final Gift, þannig hljómsveitin ætlar að koma fram á Gauknum 22. Nóvember með eðalsveitinni Casio Fatso.

Strákarnir eru með heimasíðu sem áhugasamir geti heimsótt og fræðst meira um og fylgst með hvað er á döfinni hjá þeim.

www.skurk.is

 

Comments are closed.