HLJÓMSVEITIN QUEST LOFAR GÓÐU STUÐI Á GAUKNUM Í KVÖLD

0

quest gg

Hljómsveitin og gjörningabatteríið Quest heldur heljarinnar tónleika á Gauknum í kvöld og er yfirskrift tónleikanna Tóngæti – Hljóðstyrkur 1. Ásamt Quest munu koma fram Gunnar Jónsson Collider, Kvöl, Mc Bjór og Bland.

Quest sendi nýverið frá sér stuttskífuna Gala sem var tekin upp í Stúdíó Sýrlandi í ársbyrjun 2015. Platan kom út á netinu, 30. október síðastliðinn.

quest

Mikið er að gerast á næstunni hjá Quest og má þar helst nefna að tónlistarmyndband er í bígerð við lagið „Silver Lining“ og mánaðar-tónleikaferðalag um Evrópu er skipulagt.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl: 21:00 og er frítt inn.

Hér að neðan má hlusta á Stuttskífuna Gala:

Comments are closed.