HLJÓMSVEITIN QUEST ER AÐ GERA GÓÐA HLUTI Í EVRÓPU

0

Quest8

Hljómsveitin og gjörningabatteríið Quest hefur lagt af stað í tónleikaferð um Evrópu sem hófst þann 9. maí og mun standa til 5. júní. Á tónleikaferðalaginu verður komið við á 11 stöðum í Þýskalandi, Vínarborg og Amsterdam. Túrinn er liður í kynningu á plötunni Gala sem kom út seint á síðasta ári. Ferðalagið var skipulagt af bókunarfyrirtækinu Meta Projects sem sér um utanumhald og bókanir.

Hér má sjá yfirlit yfir ferðalag hljómsveitarinnar:

13164454_991529097566779_468568846853299998_n

Sveitin hefur fengið mikið lof fyrir undanfarna tónleika, í Berlín, Bochum og Weimar en nú næst halda þeir til A-Þýskalands þar sem þeir spila í tvígang á tónlistarhátíð í Leipzig.

Ásamt því að spila á tónleikum kom hljómsveitin sér fyrir í Berlín. Í samfloti við tónleikaferðalagið er unnið að ljósmyndaseríu í samstarfi við ljósmyndarann Marco Maria, franskan ljósmyndara sem rekur ljósmyndaver og aðstöðu fyrir listamenn í Berlín og eru myndirnar hér eftir hann.

Quest6

Hægt er að fylgjast með framvindu mála ásamt almennum gjörningum á snapchat aðgangi sveitarinnar toquestmusic og á öðrum samfélagsmiðlum sem og á facebooksíðu hljómsveitarinnar: http://facebook.com/questiceland

Comments are closed.