HLJÓMSVEITIN ÓREGLA ER AÐ GERA GÓÐA HLUTI

0
maximum_overdrive
Óregla var stofnuð 2010 af Daníeli Sigurðssyni trompetleikara með það að markmiði að spila nokkrar nýjar og frekar speisaðar tónsmíðar.

Hún fór í gegnum töluverðar mannabreytingar áður en bandið varð að þeirri 8 manna heild sem það er í augnablikinu, sem skartar 2 tenór saxófónum og víbrafón-leikara meðal annars.
danni1
Þvert á allar spár og þrátt fyrir viðvarandi ástand hljómsveitarmeðlima, þá hefur henni tekist að taka upp plötu sem kemur til með að heita „Þröskuldur Góðra Vona“.

Tónlistin er einhvers konar framúrstefnu fönk með áhrifum frá Frank Zappa, Miles Davis, Stravinsky, Led Zeppelin, Herbie Hancock og King Crimsson meðal annars, og inniheldur húmoríska texta um tilvistarangist, drykkjuskap, einmanaleika og stæla.

Comments are closed.