HLJÓMSVEITIN ONI FRÁ NESKAUPSTAÐ

0
1504137_697305746972048_2797518366202244553_n

Ljósmynd:Björn Natan

Hljómsveitin ONI frá Neskaupstað var stofnuð árið 2010. Sumir segja að ONI sé stoner/sludge Metal band en meðlimir sveitarinnar líta á sig meira sem Rokk band. Meðlimir ONI eru: Róbert Þór Guðmundsson – Söngur, Daníel Magnús B. Ásgeirsson – Gítar, Þorsteinn Árnason – Bassi og Brynjar Örn Rúnarsson – Trommur.


Í Júlí 2014 gaf ONI út sína fyrstu plötu sem ber nafnið „Misadventures“ á henni eru átta lög. Eitt lagið á plötunni (A Place for Lovers) er trommað af fyrrum trommara hljómsveitarinnar Bjarti Sæmundssyni.

10446720_697570986945524_7867716833588688773_n

Artwork eftir: hafsteinnhafsteinsson.com

Eftir að hljómsveitin var stofnuð fóru strákarnir að semja á fullu og útkoman var progressive rokk sem þróaðist svo út í groovy stoner rokk með post metal og sludge metal ívafi.

Hljómsveitin sækir sér innblástur frá mörgum artistum og þar má meðal nefna: Brain Police, Boris, Mastodon, Down, Clutch, ISIS og artistum frá öðrum tónlistarstefnum líka t.d. jazz, blús o.fl.

Lögin eru samin af öllum meðlimum sveitarinnar, tekin upp og mixuð af Guðjóni Birgi Jóhannssyni, masteruð af Flex Árnasyni. Nafnið ONI kemur frá Daníel gítarleikara hljómsveitarinnar en nafnið hefur enga sérstaka þýðingu.

ONI spilaði sitt fyrsta (off-venue) gigg á Eistnaflugi 2011, en það var bara rétt byrjunin. 2012 spilaði ONI á aðalsviðinu á Eistnaflugi ásamt Dimmu og Sólstöfum svo eftir það á Andkristnihátíðinni.

Í Janúar 2013 voru mannabreytingar í hljómsveitinni og þeir ákváðu að fá gamla trommara ONI Brynjar Örn Rúnarsson aftur til liðs við sig. Seinna um haustið sama ár spilaði hljómsveitin á Fuzz Fezt, a stoner rock oriented mini-festival ásamt Brain Police og PLÖW.

10356749_10202909796918543_200032016661537183_n

Ljósmyndari: Eiríkur Simonsen

ONI hefur farið hröðum framförum á stuttum tíma og segja má að 2014 hafi verið hátindurinn hjá hljómsveitinni en þeir komu fram ásamt Brain Police á Græna Hattinum á Akureyri sem var pakkað og seldist upp á stuttum tíma, The Vintage Caraven á Gamla Gauknum í Reykjavík þar sem þeir voru velkomnir með opnum örmum og síðast en ekki síst Eistnaflug 2014.

 

Comments are closed.