HLJÓMSVEITIN NYKUR OG FÆREYSKA ROKKHLJÓMSVEITIN DEIGGJ Á GRÆNA HATTINUM 1. OG 2. APRÍL

0
Nykur-II-band

Nykur

Þann 1. apríl næstkomandi mun Nykur rokksveit spila á Græna Hattinum Akureyri, en sveitin er mönnuð reynsluboltum úr bransanum. Hljómsveitin spilar kraftmikið sígilt rokk, frumsamin lög með grimmum gítarriffum, ofin saman við ágengar laglínur sem innihalda bitastæða texta á okkar ylhýra.

Nykur varð til sumarið 2013 og gaf fljótt út sýna fyrstu plötu það ár, samnefnda sveitinni. Frumraunin fékk prýðis viðtökur og var líka gerður góður rómur af tónleikum hennar í kjölfarið. Nykur er í þessum skrifuðum orðum að ljúka gerð annarrar plötu sinnar, sem er búin að vera í vinnslu síðustu misseri. Gripurinn er væntanlegur í mars og kitlar bandið í fingurna að fara að spila aftur á tónleikum um land allt.

Hljómsveitina skipa; Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas) söngur og gítar, Guðmundur Jónsson (Sálin hans Jóns míns) gítar og bakraddir, Kristján B. Heiðarsson (Dark Harvest) trommur og bakraddir og Jón Svanur Sveinsson (Númer Núll) á bassa og bakraddir.

deiggj 1

Deiggj

2. apríl mun færeyska rokksveitin Deiggj spila en síðast þegar þeir komu tóku þeir eingöngu Uriah Heep prógram. Nú fagna þeir 35 ára afmæli og spila bæði sín eigin lög í bland við klassískt rokk sjöunda áratugarins.

Sannkallað stuð alla helgina á Græna Hattinum!

Hér má heyra fyrsta lagið af væntanlegri plötu þeirra Nykurmanna; Nykur II.

Comments are closed.