HLJÓMSVEITIN NOISE GEFUR ÚT PLÖTUNA ECHOES Í DAG OG HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA 7. MAÍ

0

Noise

Hljómsveitin NOISE gefur út plötuna Echoes í dag 15.apríl. Echoes er fjórða breiðskífa NOISE en platan var tekin upp, hljóðblönduð og masteruð af Einar Vilberg í stúdíóinu Hljóðverk á tímabilinu 2015-2016. Hljóðheimur plötunnar er órafmagnaður og fékk hljómsveitin strengjasveit Mark Lanegan til liðs við sig í nokkrum lögum. Hljóðverk sér um útgáfu plötunnar.

noise 2

NOISE fagna útgáfu plötunnar með útgáfutónleikum í Tjarnarbíói laugardaginn 7.maí. Hljómsveitin mun spila plötuna í heild sinni á tónleikunum en þar verður einnig hægt að kaupa Echoes á sérstöku tilboði. Miðasala er hafin á midi.is og fólki er ráðlagt að tryggja sér miða sem fyrst því takmarkaður sætafjöldi er í boði.

noise 3

NOISE ættu flestir að þekkja en bandið hefur verið starfandi frá árinu 2001 og hafa þeir gefið út þrjár plötur, átt fjölda laga á vinsældarlistum hérlendis sem og erlendis. Árið 2013 vann hljómsveitin t.a.m til verðlauna fyrir lag sitt „A Stab In The Dark” í bandarísku tónlistarverðlaununum Sunset Island Music Awards, en þar var umrætt lag valið lag ársins. NOISE hafa verið iðnir við spilamennsku erlendis undanfarin ár og hafa farið í fjölda tónleikaferða um Bretland og Evrópu, en sveitin á nú þegar dyggan aðdáendahóp í Bretlandi. Undanfarin misseri hefur hljómsveitin byggt upp sitt eigið hljóðver og unnið að gerð nýrrar tónlistar sem lítur nú dagsins ljós á plötunni Echoes.

Hægt er að kaupa plötuna Echoes inn á heimasíðu hljómsveitarinnar hér: www.noiseIceland.com

Verðlaunalagið „A Stab In The Dark“ hér fyrir neðan:

Comments are closed.