HLJÓMSVEITIN NOISE GEFUR Í DAG ÚT PLÖTUNA „ECHOES“ Á STAFRÆNU FORMI

0

noise 1

Hljómsveitin NOISE gefur í dag út plötuna Echoes á stafrænu formi. Echoes er fjórða breiðskífa NOISE en platan var tekin upp, hljóðblönduð og masteruð í stúdíóinu Hljóðverk á tímabilinu 2015-2016. Hljóðheimur plötunnar er órafmagnaður og fékk hljómsveitin strengjasveit Mark Lanegan til liðs við sig í nokkrum lögum.

noise 2

noise 3

Hljómsveitina NOISE þekkja flestir en bandið hefur verið starfandi frá árinu 2001 og hafa þeir gefið út þrjár plötur, átt fjölda laga á vinsældarlistum hérlendis sem og erlendis. Árið 2013 vann hljómsveitin t.a.m til verðlauna fyrir lag sitt „A Stab In The Dark“ í bandarísku tónlistarverðlaununum Sunset Island Music Awards en þar var umrætt lag valið lag ársins. Undanfarin misseri hefur hljómsveitin byggt upp sitt eigið hljóðver og unnið að gerð nýrrar tónlistar sem lítur nú dagsins ljós.

Hægt er að hlusta á og kaupa plötuna á eftirtöldum stöðum:

http://www.noiseiceland.com/#!store/c1gn9

https://itunes.apple.com/us/album/echoes/id1121050023?app=itunes

https://play.google.com/store/music/album/NOISE_Echoes?id=Brvqiwo6rf4r6e3hosaoomjsyhm

https://noiseoffical.bandcamp.com/album/echoes

https://play.spotify.com/album/3E2lSZzlEFMKb2d8I7yGbT

http://tidal.com/album/61648274

http://www.deezer.com/album/13282571?utm_source=deezer&utm_content=album-13282571&utm_term=0_1465219425&utm_medium=web

Comments are closed.